Laugardagur, 23. janúar 2010
"Velferðarstjórnin" sker niður almannatryggingar!
Það er ekki nóg,að flokkar,sem kenna sig við félagshyggju myndi ríkisstjórn.Þessir flokkar verða að framkvæma einhver stefnumál félagshyggju og jafnaðar til þess að standa undir nafni.Hefur núverandi ríkisstjórn gert það? Það fer lítið fyrir því. Ríkisstjórnin hefur ráðist á kjör aldraðra og öryrkja,þ.e. kjör þeirra ,sem minnst mega sín.Það gengur þvert á stefnu félagshyggju og jafnaðar.Enda þótt ríkisstjórnin lofaði að verja velferðarkerfið hefur hún skorið niður lífeyri aldraðra og öryrkja" um 4 milljarða á ársgrundvelli.Einnig hefur hún skorið mikið niður í heilbrigðiskerfinu.Þetta eru tvær aðalstoðir velferðarkerfisins. Engin Þörf var á því að skera niður almannatryggingarnar.Það komu í leitirnar 24 milljarðar,sem ekki hafði verið reiknað með þegar þessi niðurskurður var ákveðinn.Niðurskurður á lífeyri aldraðra og öryrkja var því óþarfur og er það raunar óskiljanlegt hvers vegna "velferðarstjórn" sker niður lífeyri lífeyrisþega.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég er ekki hissa þótt fyrsta verk þessarar ríkisstjórnar hafi verið að skerða lífsgæði eldriborgara. Virðingin fyrir þeim sem komnir eru á eftirlaun er ósköp takmörkuð (67 ár) Félagsmálaráðherra Árri Páll lét eftirfarandi úr munni sínum fara sem skýringu á hegðun sinni:
;Frítekjumark ellilífeyrisþega vegna atvinnutekna við útreikning tekjutryggingar lækkar úr 1.315.200 kr. á ári í 480.000 kr. á ári eða 40.000 kr. á mánuði. Er það gert vegna þess mikla atvinnuleysis sem þjóðin stendur frammi fyrir en gríðarlegur fjöldi atvinnufærra manna og kvenna þarf að lifa af atvinnuleysisbótum einum saman.;
Slík ummæli segja okkur eldriborgurum allt um hugarfar ráðherrans til þeirra sem hafa náð 67 ára aldri, lítilsvirðingin er algjör.
Guðrún Norberg (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 14:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.