Sunnudagur, 24. janúar 2010
Mynd Gunnars fær góða dóma
Mynd Gunnars Sigurðssonar leikstjóra um hrunið hefur fengið góða dóma. Það,sem er sérstakt við myndina er það að hún fjallar ekki aðeins um hrunið eins og venjuleg heimildarmynd heldur fléttar Gunnar inn í myndina frásögn af málum hans sjálfs. En eins og hann orðar það sjálfur er hann venjulegur Íslendingur,sem telur sig ekki eiga neinn þátt í hruninu. Hann býr í 50-60 ferm. íbúð og hefur ekki bruðlað á neinn þátt í svokölluðu góðæri,sem var ekkert góðæri.Það eina,sem hann veitti sér var að kauppa bíl á 2,5 millj. en sá bíll stendur nú í 5 millj.kr,. og það hefur sett fjárhag hans úr skorðum. Hann hefur skilað bílnum en skuldar samt 5 millj. í honum.Gunnar segir að þrátt fyrir þessar staðreyndir sé komið fram við hann eins og hann eigi einhvern þátt í hruninu.Honum finnst það eðlilega ranglátt.Hann segir:Ég á ekki að þurfa að ganga á milli stofnana til þess að fá leiðréttingu mála minna. Þær eiga að koma til mín.Kerfiðp brást en ekki ég.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.