Þorsteinn Pálsson gagnrýnir VG

Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins skrifar grein í Fréttblaðið í gær og ræðir þar m.a. nýafstaðinn flokksráðsfund VG.

Þorsteinn segir m.a.:

Jafnvægi í ríkisfjármálum, lausn á Icesave og ný skýr framtíðarstefna í peningamálum eru lykilatriði við endurreisn efnahagslífsins. Fari eitt af þessum málum úrskeiðis mistekst endurreisnin.

Pólitíski vandi þjóðarinnar er sá að VG, flokkurinn sem hún hefur kosið til að bera hita og þunga stjórnarsamstarfsins, er andvígur nýrri stefnu í peningamálum, er klofinn um Icesave og ófús að axla ábyrgð á íhaldsúrræðum í ríkisfjármálum. Ætla má að flokksforystan geti farið sínu fram gegn vilja kjarnans í flokksráðinu í einu af þessum þremur málum. Hæpið er að hún hafi afl til að ganga lengra, þrátt fyrir góðan vilja. Þeir fjötrar binda nú Ísland.

 

Þorsteinn Pálsson telur,að formaður og flokksforusta í VG standi traustum fótum þrátt fyrir ágreining í baklandinu.En óneitanlega er það slæmt að VG skuli klofið í svo stóru máli sem Icesave.Einnig er það slæmt að VG skuli andvígt nýrri stefnu í peningamálum. Þeirri stefnubreytingu má að vísu slá eitthvað á frest en innan ekki langs tíma  verður að taka upp nýja stefnu í peningamálum og nýjan gjaldmiðil.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband