Öryrkjum fjölgaði í Finnlandi við niðurskurð í velferðarkerfinu

Páll Matthíasson geðlæknir óttast að svipað muni gerast hér og í Finnlandi þegar ungum öryrkjum fjölgaði mikið í kjölfar kreppunnar sem varð þar í landi upp úr 1990. Hann varar við harkalegum niðurskurði í velferðarmálum. Það komi í bakið á mönnum síðar.

Páll vitnaði í erlendar rannsóknir og sagði það hafa sýnt sig að efnahagsþrengingar hafi áhrif á hegðun fólks og sú hegðun sé oftar en ekki heilsuspillandi. Andleg og líkamleg heilsa fólks geti beðið verulega hnekki. Hann nefnir í þessu samhengi reykingar og aukna drykkju. Þá tekur hann mið af efnahagshruninu í Finnlandi upp úr 1990 en þá dróst landsframleiðsla saman um 11%. Finnar brugðu þá á það ráð að spara í velferðarþjónustu. Ungum öryrkjum hafi fjölgað mikið við þetta. Páll óttast að eitthvað svipað gæti gerst hér.(ruv.is)

Íslensk stjórnvöld ættu að láta þessar upplýsingar verða til   sér varnaðar.Við ættum að læra af Finnum og falla ekki í sömu gryfju og þeir.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband