Verða Norðmenn,Þjóðverjar eða Frakkar sárttasemjarar?

Íslensk stjórnvöld vilja helst að Norðmenn, Þjóðverjar eða Frakkar miðli málum í Icesave deilunni. Þetta er haft eftir Einari Karli Haraldssyni, upplýsingafulltrúa forsætisráðuneytisins, í samtali við norska Dagbladet.

Eins og sagt var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær er mestur áhuginn hjá stjórnvöldum fyrir því að fá Norðmenn í hlutverk sáttasemjara.

Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir í samtali við Dagbladet að Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Norðmanna, hafi komið upp í umræðunni. Sjálf vilji hún ekki velta of mikið vöngum yfir því hver taki að sér hlutverkið en mikilvægt sé að Icesave verði afgreitt út af borðinu.

Sjálfur segir Jonas Gahr Støre í samtali við Dagbladet að hann vilji ekki tjá sig um málið. Norðmenn eigi í miklum samskiptum við Íslendinga en hann vilji ekki tjá sig um hvað þessi samskipti snúast. (visir.is)

Björgvin Guðmundsson


 

  •  
    •  

     


    « Síðasta færsla | Næsta færsla »

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband