Landsbankinn hefur bjargað Icelandic Group (SH)

Nýi Landsbankinn (NBI) hefur síðustu mánuði unnið að yfirtöku á öllu hlutafé Icelandic Group (áður Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna) og færir það inn í eignarhaldsfélagð Vestia á næstu dögum. Það verður selt í opnu söluferli eftir óákveðinn tíma.

Félagið var áður í meirihlutaeigu Grettis, félags Björgólfs Guðmundssonar, fyrrverandi formanns bankaráðs Landsbankans. Skuldir hafa lengi sligað reksturinn og var fyrirtækið á barmi gjaldþrots í kringum hrun bankanna haustið 2008. „Bankar voru að loka lánalínum og greiðslutryggingum Icelandic Group. Mikilvægt var að bregðast skjótt við og rétta við efnahag félagsins," segir Ásmundur Stefánsson, bankastjóri Landsbankans.

Á meðal aðgerðanna var stofnun félagsins IG, sem skuldir, að mestu við Landsbankann, voru færðar inn í til að tryggja reksturinn en við það tók bankinn Icelandic Group óformlega yfir.

Ásmundur segir Icelandic Group gríðarlega þjóðhagslega mikilvægt enda fari um 35 prósent af útflutningi sjávarafurða í gegnum fyrirtækið. Gjaldþrot þess hefði verið meiriháttar áfall fyrir sjávarútveginn á sama tíma og efnahagslífið var í uppnámi, að sögn Ásmundar. -/visir.is)

Það er rétt að það er mjög mikilvægt að bjarga Icelanndic Group. Hér er um mjög mikilvægt fyrirtæki að ræða við sölu á afurðum okkar erlendis.Fyrirtækið verður síðan selt í opnu söluferli.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband