Mikil átök milli RUV og kvikmyndagerðarmanna

Páll Magnússon, útvarpsstjóri, segir að kvikmyndagerðarmenn ættu að beina reiði sinni annað en að Ríkisútvarpinu. Hann segist skilja áhyggjur þeirra en fyrirtækið sé ekki í stakk búið fjárhagslega til að kaupa jafn mikið af innlendu efni og áður.

Kvikmyndagerðarmenn hafa gagnrýnt Ríkið og ríkisútvarpið harðlega og sagt niðurskurð í kvikmyndaiðnaði leggja iðnaðinn í rúst. Ákvörðun stjórnar RÚV um að hætta að kaupa innlenndar kvikmyndir veiti kvikmyndargerð náðarhögg.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið ásamt fjármálaráðuneytinu segja tekjur til RÚV ekki hafa verið skornar niður. Páll heldur öðru fram og vísar í þjónustusamning RÚV og ríkissins. Hann telur að samningurinn hafi ekki verið brotinn en nú vanti 305 milljónir króna upp á það að ríkið standi við sinn hluta samningsins. Í samningnum er gert ráð fyrir því að tekjur Ríkisútvarpsins af almannaþjónustu fari ekki niður fyrir það sem þær voru að raungildi 2006. (ruv.is)

 

Kvikmyndagerðarmenn komu saman til fundar á Hótel Borg í gær og voru þungorðir í garð útvarpsstjóra. Vilja þeir,að hann segir af sér ef hann geti ekki leiðrétt kaup innlends efni af þeim.Ég tel,að kvikmyndagerðarmenn verði að sætt sig við  niðurskurð eins og aðrir í þjóðfélaginu.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband