Þriðjudagur, 26. janúar 2010
Frosthörkur í Evrópu,vorveður hér!
Mjög kalt er í austanverðri Evrópu og hefur frost sumstaðar farið yfir 30 stig. Fannfergi hefur valdið miklum erfiðleikum í Tyrklandi.
Stórhríð hefur verið víða í Tyrklandi undanfarna daga, ekki síst í austurhluta landsins, þar sem yfir 500 þorp og bæir eru einangraðir. Spáð er meiri snjókomu og miklu frosti víða um land og gert ráð fyrir yfir 20 stiga frosti á sumum svæðum síðar í vikunni.
Í Rúmeníu hefur á annan tug manna orðið úti í miklum kuldum og komst frostið niður í tæp 35 stig í Covasna-héraði um miðbik landsins í nótt. Skólabörn fundu verulega fyrir kuldanum í dag og urðu víða að sitja kappklædd í tímum, þar sem á annað borð var skólahald. Samgöngur fóru víða úr skorðum. Lest fór út af sporinnu nærri borginni Brasov og er frosti kennt um.
Í Póllandi var nóttin hin kaldasta í vetur og komst fostið í 32 stig. Ellefu dóu þar úr kulda í nótt. Um 10.000 heimili hafa verið rafmagnslaus í suðurhluta Póllands undanfarinn sólarhring.(ruv.is)
Íslendingar þurfa ekki að kvarta yfir veðrinu í janúar,a.m.k. ekki sunnlendingar.Það hefur verið vorveður á Suðurlandi síðustu daga.Fréttir utan úr Evrópu benda hins vegar til mikils fannfergis og mikils frosts.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:56 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.