Fjárforrræði aldraðra á hjúkrunarheimilum sé tryggt

Á nýafstöðnum fundi formanna Landssambands eldri borgara (LEB) var eftirfarandi samþykkt:

Þjónustunefnd leggur megináherslu á að fjárforræði aldraðra sé virt enda telst það til grundvallarmannréttinda.  Það er óviðunandi að þeir sem dvelja á hjúkrunar- og dvalarheimilum hafi ekkert um sín fjármál að segja en fái þess í stað skammtaða vasapeninga. Því krefst þjónustunefndin þess að núverandi greiðslufyrirkomulag á öldrunarstofnunum verði lagt niður og fjárhagslegt sjálfstæði aldraðra verði tryggt.

Nefndin leggur jafnframt  áherslu á að fjölga þjónustu- og búsetuúrræðum og valmöguleikum aldraðra.  Þannig að þeir sem þess óska geti dvalið sem lengst á heimilum sínum og fái þar sem besta þjónustu, án þess að íþyngja fjölskyldum sínum. Jafnframt er lögð áhersla á að þeir sem þess óska geti dvalið á sambýlum þar sem hugað  er að andlegum, tilfinningalegum, félagslegum og líkamlegum þörfum þeirra.

Þjónustunefnd skorar á stjórn LEB að beita sér fyrir því af fullum þunga að þessum grundvallarmannréttindum verði fullnægt sem fyrst.

Ég tek undir þessa ályktun LEB. Það er til skammar að lífeyrir aldraðra
  sé rifinn af fólkinu og síðan sé öldruðum skammtaðir vasapeningar.Aldraðir eiga að halda sínum lífeyri og síðan eiga hinir öldruðu sjálfir að greiða þar af vistgjöld.Þannig er þetta á hinum Norðurlöndunum.

 

Björgvin Guyðmundson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband