Þriðjudagur, 26. janúar 2010
Verðhjöðnun í janúar.Verðbólgan 6,6% á ársgrundvelli
Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,31% frá fyrri mánuði samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofunni.
Síðastliðna 12 mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6,6%. Í síðustu mælingu í desember mældist ársverðbólgan 7,5%. Síðustu þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað 0,9% sem jafngildir 3,7% verðbólgu á ári. (ruv,is)
Þetta eru góðar fréttir. Það var búið að spá því að verðbólga mnundi lækka ört en sú lækkun er nokkuð seinna á ferð en spáð hafði verið.Lækkun verðpbólgu mun væntanlega leiða til þess að vextir lækki verulega,einkum þar sem gengið er nokkuð stöðugt.Lækkun vaxta er alger forsenda þess að unnt sé að endurreisa atvinnulífið.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.