Miðvikudagur, 27. janúar 2010
Vextir lækkaðir um 0,5%
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur. Vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana lækka í 8,0%.
Þetta kemur fram á vefsíðu Seðlabankans. Þar segir að hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum verða 9,25%. Vextir á lánum gegn veði til sjö daga, stýrivextir, verða 9,5% og daglánavextir 11,0%.(visir.is)
Þetta eru góðar fréttir. Stýrivextir eru nú komnir niður fyrir 10%. Væntanlega verður framhald á vaxtalækkunum til hagsbóta fyrir atvinnulíf og almenning.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.