Stýrivextir hefðu lækkað meira ef forseti hefði ekki synjað

Már Guðmundsson seðlabankanstjóri segir að ákvörðun forseta Íslands um að vísa Icesavemálinu til þjóðaratkvæðagreiðslu hafi dregið úr umfangi vaxtalækkunarinnar núna. „Þetta er augljóst," segir seðlabankastjóri.

 

Á blaðamannafundi sem var að ljúka í Seðlabankanum var Már Guðmundsson spurður hvort bankinn hefði lækkað vexti sína meira núna ef niðurstöðu í Icesave málinu hefði ekki verið frestað.

 

Í svari sínu vísaði Már í yfirlýsingu peningastefnunefndar og sagði að ef lánshæfiseinkunn ríkissjóðs hefði haldist í fjárfestingaflokki og ef skuldatryggingaálagið hefði haldist eins og það var fyrir áramótin væri augljóst að vextir hefðu lækkað meira í dag.(visir.is)

Hér er komið enn eitt dæmið um það hvað synjun forseta á staðfestingu Icesave laganna  er þjóðarbúinu dýrkeypt.

Björgvin Guðmundsson

 

 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband