Fimmtudagur, 28. janúar 2010
Innrásin í Írak ólögleg
Að mínu mati hafði öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ekki gefið heimild til valdbeitingar, og engar aðrar forsendur voru fyrir hendi í alþjóðalögum," sagði Wood við yfirheyrslur hjá breskri rannsóknarnefnd, sem er að kanna tildrög Írakstríðsins.
Hann segir að Jack Straw, þáverandi utanríkisráðherra, hafi ákveðið að taka ekkert mark á þessu. Hann tók þann pól í hæðina að ég væri afar kreddufullur og alþjóðalög væru býsna óljós og að hann væri ekki vanur því að fólk tæki svona ákveðna afstöðu," sagði Wood.
Elizabeth Wilmshurst, sem var aðstoðarmaður Woods, sagði af sér á sínum tíma í mótmælaskyni við ákvörðun breskra stjórnvalda um að hefja innrásina.
Hún sagði við yfirheyrslur hjá rannsóknarnefndinni að hver einasti lögfræðiráðgjafi í utanríkisráðuneytinu hafi verið þessarar skoðunar, að innrásin hafi verið ólögleg.
Tony Blair á að mæta hjá rannsóknarnefndinni á morgun.
Reiknað er með því að nefndin skili niðurstöðum seint á næsta ári. Hún hefur það hlutverk að komast að því hvernig ákvörðunin um innrás var tekin, en hefur þó ekki heimild til að sakfella neinn.
Ég tel,að innrásin í Írak hafiu verið ólögleg og ákvörðun Davíðs og Halldórs um að láta Ísland styðja innrásina var einnig kolólögleg og hvorki borin undir ríkisstjórn né alþingi.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.