Fimmtudagur, 28. janúar 2010
Guðni Ágústsson til samtaka afurðastöðva
Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði hafa ráðið Guðna Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra og formann Framsóknarflokksins, til starfa. Frá þessu er greint á vef Bændablaðsins.
Þar segir að Guðni, sem er búfræðingur að mennt, muni sinna hagsmunagæslu fyrir afurðastöðvarnar og gæta þess að framleiðendur og afurðastöðvar nýti sem best tiltæka markaði hverju sinni, innan lands og utan.
Guðni starfaði sem Mjólkureftirlitsmaður hjá Mjólkurbúi Flóamanna árunum 1976 til 1987 þegar hann var fyrst kjörinn á þing. Hann tók við sem formaður Framsóknarflokksins þegar Jón Sigurðsson sagði af sér embætti eftir alþingiskosningarnar 2007. Sjálfur sagði Guðni af sér þingmennsku og formennsku í nóvember 2008.(visis.,is)
Ég fagna því að Guðni Ágústsson skuli hafa verið ráðinn til Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði.Það er fengur að því fyrir samtökin að fá Guðna til starfa.Guðni var skemmtilegur og kröftugur stjórnmálamaður. Það er eftirsjá
af honum úr stjórnmálunum.Auðvitað hefði verið eðlilegt að Guðni sem varaformaður Framsóknar tæki við formennsku af Halldóri Ásgrímssyni,þegar hann hætti sem formaður.Halldór kom í veg fyrir það.Hann sótti mann út fyrir þingflokkinn.Halldór gat ekki fyrirgefið Guðna að bjóða sig fram sem varaformaður gegn frambjóðanda Halldórs. Lýðræðisástin var ekki meiri en það.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:43 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.