Fimmtudagur, 28. janúar 2010
Hvað gerist í Icesave málinu?
Alþingi er að koma saman á ný eftir hlé.Ástandið í Icesave málinu er óbreytt.Ef eitthvað er hefur ástandið versnað. Þegar þingið fór í jólaleyfi töldu menn að Icesave málið væri leyst.En nú er það óleyst og við nánast komnir á byrjunarreit. Synjun forseta á því að staðfesta lögin um Icesave setti málið allt í uppnám.Stjórnvöld hafa látið embættismenn sína kanna hvort grundvöllur væri fyrir nýjum samningaviðræðum en ekkert hefur gerst.Svo virðist sem Bretar og Hollendingar vilji að þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram áður en samningaviðræður hefjist á ný.Telja má víst,að lögin verði felld í þjóðaratkvæðagreiðslunni.Fari svo er hætt við að samningaviðræður verði erfiðari en ella.Ekki er ég trúaður á að miklar breytingar verði á samningnum um Icesave. Líklegast er að einhver örlítil breyting verði okkur í hag. Spurning er hvort sú breyting vegur upp óhagræðið af frestun málsins.Ég tel .það ólíklegt,
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:07 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.