Verkfall á Keflavíkurflugvelli?

SFR hyggst fljótlega afla sér verkfallsheimildar meðal félagsmanna á Keflavíkurflugvelli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stéttarfélaginu.

Það segir að lítill eða enginn samningsvilji sé fyrir hendi af hálfu viðsemjenda og Samtaka atvinnulífsins. Ekki verði því hjá því komist að SFR afli sér verkfallsheimildar ef enginn árangur verði af starfi Ríkissáttasemjara í kjaradeilunni á næstu dögum.

Þar segir jafnframt að Keflavíkurflugvöllur ohf hafi þegar sýnt að stefnt sé að því að halda starfskjörum langt undir því sem almennt gerist á vinnumarkaði og við það verði ekki lengur unað.(ruv.is)

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband