Fulltrúar stjórnar og stjórnarandstöðu hitta fjármálaráðherra Hollands og Bretlands

með bankamálaráðherra Bretlands og fjármálaráðherra Hollands í Haag í fyrramálið vegna Icesave deilunnar. Yfirlýsingar er að vænta að loknum fundi þeirra.

Mikil leynd hvílir yfir fundinum sem ákveðinn var á fundi leiðtoga stjórnarandstöðuflokkanna og stjórnarflokkanna í Stjórnarráðinu í gær. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, Bjarni Beneditksson formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Frarmsóknarflokksins héldu utan til Hollandsí dag.

Það mun vera krafa frá Bretum og Hollendingum að leynd hvíli yfir fundinum. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar munu þeir þremenningar hitta Paul Myners bankamálaráðherra Bretlands og Wouter Bos fjármálaráðherra Hollands.

Fundinum var komið á fyrir milligöngu annað hvort útlends stjórnmálamanns eða erlendrar ríkisstjórnar eftir því sem fréttastofan kemst næst. Þá herma heimildir okkar að vænta megi yfirlýsingar að fundi loknum í Haag í Hollandi á morgun. Fjármálaráðherra og formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eru ekki væntanlegir til Íslands fyrr en annað kvöld og verða því ekki á þingfundi þegar þing kemur saman á morgun.

Athygli vekur að hvorki fulltrúi Samfylkingar né Hreyfingarinnar eru með í för, en heimildir fréttastofu herma að innan ríkisstjórnarinnar hafi verið talið nóg að fjármálaráðherra færi á fundinn fyrir hönd ríkisstjórnarinnar.

(visir.is)

Það er jákvætt að stjórn og stjórnarandstaða sendi sameiginlega fulltrúa til þess að hitta fjármálaráðherra Hollands og Bretlands. Það sýnir vissa samstöðu á Íslandi í málinu. Væntanlega fá fulltrúar Íslands að vita það hvort grundvöllur er fyrir því að gera nýjan Icesave samning fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna.

 

Björgvin Guðmundsson



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband