Rannsókn á fyrirtækjum vegna gjaldeyrissvika

Húsleitir voru gerðar á fjórum heimilum og einu fyrirtæki hér á landi í dag. Þrír menn eru í haldi og sæta yfirheyrslu. Rannsóknin beinist að fyrirtækinu Aserta sem er skráð í Svíþjóð. Blaðamannafundur um málið stendur nú yfir. Rannsóknin lýtur að meintum brotum á lögum um gjaldeyrisviðskipti. Efnahagsbrotadeild hefur unnið rannsóknina í samvinnu við Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitið. (visir.is)

Það er gott að efnahagsbrotadeild og FME taka þessi mál föstum tökum.Það er alvarlegt mál  að viss fyrirtæki hafa brotið lög um gjaldeyrisviðskipti  og með því hafa þau veikt gengi krónunnar. Það þarf að taka strangt á þessum brotum og vonandi sæta  hinir seku þungum viðurlögum.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband