Laugardagur, 30. janúar 2010
Gagnrýnir leynd yfir fundi með Hollendingum og Bretum
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, gagnrýnir leynd yfir ferð fjármálaráðherra og formanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks til fundar með hollenskum og breskum ráðherrum í gær. Forystumenn stjórnmálaflokkanna funduðu í stjórnarráðinu í morgun og segist Birgitta vera bjartsýn eftir þann fund.
Steingrímur J. Sigfússon, Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson funduðu með fjármálaráðherra Hollands og bankamálaráðherra Bretlands í Haag í Hollandi í gær. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði í kvöldfréttum okkar í gær að ekki hafi verið um samningaviðræður að ræða. Fundurinn hafi fyrst og fremst verið haldinn til að gefa stjórnarandstöðunni tækifæri að tala milliliðalaust við ráðamenn í Hollandi og Bretlandi.
Birgitta segir að fundurinn í morgun hafi verið ágætur. Hún hafi þó skammað forystumenn flokkanna fyrir óþarfa leynd í kringum ferð þremenninganna. Þá gagnrýnir hún að orðið hafi verið við þeirri kröfu Breta og Hollendinga að einungis tveir frá stjórnarandstöðunni færu með til Hollands.
Þrátt fyrir þessa leynd er ég bjartsýn. Ég held að við séum að þokast skrefi nær því að geta unnið þetta á þverpólitískan hátt. Ég held að það sé niðurstaða fundarins. Við erum að færast nær saman að því að hugsa út fyrir rammann og finna lausn sem allir geta verið sáttir með." segir Birgitta.(visir.is)
Ekki virðist hafa komið mikið út úr fundunum með Hollendingum og Bretum.Sigmundur Davíð segir að vísu að andrúmsloftið í Hollandi og Bretlandi sé vinveitt Íslendingum.En það hafa ekki verið birtar neinar fréttir um tilslakanir af hálfu þessara landa.Trúlega gerist ekkert markvert fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.