Sunnudagur, 31. janúar 2010
Prófkjöri Samfylkingar í Rvk. lokið.Dagur fékk 83% í fyrsta sæti
Séra Bjarni Karlsson fór upp um eitt sæti þegar lokatölur í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík voru kynntar. Dofri Hermannsson, varaborgarfulltrúi, hafnaði í sjötta sæti líkt og fyrstu tölur gáfu til kynna. Borgarfullrúinn Sigrún Elsa Smáradóttir hafnaði í sjöunda sæti en hún sóttist eftir öðru sæti líkt og borgarfulltrúarnir Oddný Sturludóttir og Björk Vilhelmsdóttir.
Samfylkingin fékk fjóra borgarfulltrúa kjörna í kosningunum 2006. Skoðanakannanir benda til þessa að flokkurinn muni bæta við sig fylgi í vor.
2656 greiddu atkvæði í prófkjörinu en 7874 voru á kjörskrá. Kjörsókn var því rúmlega 34%.
Í fyrsta sæti
Dagur B. Eggertsson með 2.208 atkvæði í fyrsta sæti.
Í öðru sæti
Oddný Sturludóttir með 959 atkvæði í fyrsta til annað sæti.
Í þriðja sæti
Björk Vilhelmsdóttir með 1.051 atkvæði í fyrsta til þriðja sæti.
Í fjórða sæti
Hjálmar Sveinsson með 1.037 atkvæði í fyrsta til fjórða sæti.
Í fimmta sæti
Bjarni Karlsson með 1.238 atkvæði í fyrsta til fimmta sæti.
Í sjötta sæti
Dofri Hermannsson með 1.448 atkvæði í fyrsta til sjötta sæti.
Í sjöunda sæti
Sigrún Elsa Smáradóttir með 1.569 atkvæði í fyrsta til sjöunda sæti.
Í áttunda sæti
Margrét K. Sverrisdóttir með 1.477 atkvæði í fyrsta til áttunda sæti.(visir,is)
Það sem vekur athygli við úrslitin er,að tveir nýir frambjóðendur fá góða kosningu,þ.e. Hjálmar Sveinsson og sr. Bjarni Karlssoin.En Sigrún Elsa,duglegur borgarfulltrúi hrapar hins vegar niður í 7.sætið. Þannig eru prófkjörin.Þau eru óútreiknanleg þó dugnaður og frammistaða hafi vissulega áhrif.
Mér virðist listi Samfylkingar þrátt fyrir allt vera mjög góður.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.