Sunnudagur, 31. janúar 2010
Vilja,að þingið rannsaki aðild Íslands að innrásinni í Írak
Þingsályktunartillaga verður lögð fram eftir helgi um að rannsóknarnefnd verði skipuð um aðdraganda þess að Ísland lýsti yfir stuðningi við stríðið í Írak. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, annar flutningsmannanna, segir nauðsynlegt að fá þessar upplýsingar fram.
Ísland var sett á svokallaðan lista hinna viljugu þjóða árið 2003, en á listanum voru þær þjóðir sem studdu hernað Bandaríkjamanna í Írak. Sú ákvörðun hefur verið umdeild síðan þá.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir þingmaður Samfylkingarinnar hyggst ásamt Ögmundi Jónassyni, þingmanni Vinstri grænna, leggja fram þingsályktunartillögu þess efnis að skipuð verði rannsóknarnefnd til að kanna aðdraganda þess að ákveðið var að setja Ísland á þennan lista.
Steinunn Valdís telur eðlilegt að nefndin verði skipuð þingmönnum. Þingið þurfi að vera meira afgerandi í að geta skipað þingmannanefndir um einstök mál. Svipuð mál hafi verið flutt áður um stofnun þingmannanefnda um einstök mál en aldrei verið samþykkt.
Steinunn Valdís segir þetta mál hafa legið á sér og fleirum lengi, og tími sé kominn til að gera það upp. Hún vill ekki dæma fyrir fram um niðurstöðuna. Henni finnst þingið eiga rétt á að heyra hvernig ákvörðunin var tekin, afhverju hún var tekin og með hvaða hætti.
ruv.is)
Ég fagna þessu framtaki Steinunnar Valdísar og Ögmundar. Það er vissulega tímabært að það verði rannsakað hvernig sú ákvörðun var tekin að láta Ísland lýsa yfir stuðningi við innrásina í Írak.Þessi ákvörðun var álögleg og aðeins tekin af tveimur mönnum,Davíð og Halldóri en hvorki lögð fyrir ríkisstjórnb né alþingi.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:23 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er flott frumkvæði hjá Ögmundi og eðlileg krafa.
En í raun óskiljanlegt að Íslenska þjóðin skuli hafa sætt sig við að málið skuli ekki enn hafa verið skoðað ofan í kjölinn.
hilmar jónsson, 31.1.2010 kl. 14:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.