Island fékk bronsið á EM

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari sagðist vera afskaplega stoltur af þeim árangri sem íslenska landsliðið náði á EM í handbolta sem lauk í dag.

Ísland vann í dag sigur á Póllandi, 29-26, í leik um þriðja sæti mótsins.

„Annað markmið okkar var að endurskrifa íslenska handboltasögu með því að ná árangri annað stórmótið í röð. Við náðum að fylgja eftir silfrinu á Ólympíuleikunum með verðlaunum hér og við erum afskaplega stoltir af því," sagði Guðmundur.

„Hitt markmiðið var að við stefndum hátt. Jafnvel enn hærra. En við erum gríðarlega ánægðir með bronsið."

Og hann, eins og allir leikmenn liðsins, minntust sérstaklega á Gunnar Magnússon handboltaþjálfara og aðstoðarmann Guðmundar hjá landsliðinu. Hann þurfti fara aftur til Íslands á miðju móti.

„Við ákváðum að tileinka Gunnari og hans fjölskyldu bronsið vegna þess sviplega fráfalls sem varð í hans fjölskyldu. Við vildum gera það á táknrænan hátt," sagði Guðmundur.

Hann sagði um leikinn að fyrri hálfleikurinn muni fara í sögubækurnar.

„Hann var stórkostlegur. Ég hef ekki oft séð íslenska liðið spila betri vörn," sagði Guðmundur en Ísland var með átta marka forystu eftir fyrri hálfleik, 18-10.

„Þetta varð svo gríðarlega erfitt í síðari hálfleik og það varð eitthvað spennufall sem er erfitt að skýra út."

„Við vorum líka óheppnir. Markvörðurinn þeirra setur í lás og lokar markinu. Þá keyrðu þeir á okkur og náðu að minnka muninn í eitt mark. Þá gat allt gerst."

„En þeir varnartilburðir sem Alexander Petersson sýndi í lokin - Þeir voru stórkostlegir . Þeir fara í sögubækurnar. Ég hef aldrei séð annað eins."

„Svo kom Hreiðar Guðmundsson gríðarlega sterkur inn í markið. Sú skipting skipti miklu máli," sagði sigurreifur Guðmundur landsliðsþjálfari.(visir,is)

Við óskum íslenska landsliðinu í handbolta til hamingju með glæsilegan árangurs.Það varð Íslandi til sóma.

 

Björgvin  Guðmundsson




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband