Hert að eldri borgurum

Íslendingar á öllum aldri sækja sundlaugar um allt land. Myndin tengist ekki fréttinni beint. fréttablaðið/rósa

Eldri borgarar í Kópavogi mótmæla harðlega þeirri ákvörðun sveitarfélagsins að afnema gjaldfrelsi eldri borgara í sundlaugar bæjarins. Hefur félag þeirra sent bæjarstjórn Kópavogs bréf þessa efnis.

Félagið telur að um aðför að kjörum þeirra sé að ræða og er þess krafist að gjaldskyldan verði felld niður. Kemur fram að Kópavogur verður eina bæjarfélagið á höfuðborgarsvæðinu þar sem eldri borgarar þurfa að greiða fyrir sundferðir.
Í bréfinu er bent á mikilvægi þess fyrir eldri borgara að geta stundað sund sér til heilsubótar. Gjaldfrelsi sé sameiginlegt hagsmunamál allra þegar horft er í að umönnunarkostnaður bæjarins sé líklegur til að hækka.

Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri Kópavogs, segir að ákvörðun bæjarstjórnar um gjaldtökuna verði ekki breytt. Sveitarfélagið hafi þurft að taka margar erfiðar ákvarðanir við gerð fjárhagsáætlunar og þetta sé ein þeirra. Fulltrúar allra flokka standa að henni en við þær aðstæður sem nú ríkja verði að taka strangara tillit til forgangsröðunar en í góðæri. Niðurgreiðsla til 67 ára og eldri, sem hefur lengi tíðkast í Kópavogi, hefur numið um sjö milljónum króna á ári. -(visir.is)

Ákvörðun bæjarstjórnar Kóppavogs um að fella niður gjaldfrelsi eldri borgara á sundstöðum er forkastanleg. Þetta gjaldfrelsi hefur tíðkast lengi og hefur ekki sett fjárhag Kóppavogs á hliðina. Þar hafa önnur atriði vegið þyngra. Það er ekki nóg að stjórnvöld í landinu þrengi að eldri borgurum heldur bætast bæjaryfirvöld í Kópavori nú við..

 

Björgvin Guðmuyndssoin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband