Mánudagur, 1. febrúar 2010
7 mánuðir frá því félagsmálaráðherra skerti kjör lífeyrisþega
Í dag eru 7 mánuðir frá því félagsmálaráðherra skerti kjör aldraðra og öryrkja en 1.júli sl.tók gildi kjaraskerðing lífeyrisþega. Kjör aldraðra og öryrkja voru skert um 4 milljarða á ársgrundvelli en eins og ég margoft benti á þurfti ekki að grípa til þessara ráðstafana vegna fjármála ríkisins. Ríkið "græddi" jafnháa upphæð eða 4 milljarða vegna þess að skerðing tryggingabóta lífeyrisþega jókst um 4 milljarða þar eð fjármagnstekjur þeirra reyndust meiri en áætlað hafði verið. Samtök aldraðra hafa mótmælt þessari kjaraskerðingu hvað eftir annað og óskað eftir að hún væri dregin til baka. En ekki hefur verið tekið neitt tillit til mómælanna. Stjórnvöld hafa lamið hausnum við steininn.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:05 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.