Snúa aldraðir og verkalýðsfélögin bökum saman?

Nýlega áttu sér stað viðræður milli fulltrúa Félags eldri borgara í Reykjavík og formanna VR og Eflingar um samstarf þessara aðila,m.a. í kjaramálum.Viðræðurnar gengu vel enda þótt ekki sé fullreynt enn hvort samstarf næst en það lofar góðu,að ákveðið var að halda viðræðum áfram.

Það hefur verið rætt hjá Landssambandi eldri borgara og félögum eldri borgara í Reykjavík og Kópavogi að fara nýjar leiðir í kjarabaráttu eldri borgara,þar eð hefðbundnar leiðir virðast ekki skila áliti. Þrátt fyrir yfirlýsingar núverandi ríkisstjórnar um að hafa samráð við hagsmunasamtök um mikilvæg mál hefur ríkisstjórnin ekkert tillit tekið til Landssambands eldri borgara og Öryrkjabandalags Íslands.Þessi samtök hafa verið hundsuð og ályktunum og mótmælum þeirra stungið undir stól.Viðræður við  VR og Eflingu eru liður í því að kanna nýjar leiðir í kjarabaráttunni. Fleiri leiðir verða kannaðar.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband