Mánudagur, 1. febrúar 2010
Matsfyrirtækið S&P með ríkissjóð á athugunarlista með neikvæðum horfum
Þetta kemur fram í frétt frá Seðlabankanum. Þar segir að hestu rök S&P séu aðóvissa ríkir áfram um aðgang að nægu erlendu lánsfé til að styðja við efnahagslega aðlögun Íslands og áætlun um afnám gjaldeyrishafta um leið og stefnt er að þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave‐lögin 6. mars 2010.
Lánshæfiseinkunnir fyrir Ríkissjóð Íslands, BBB‐/A‐3" í erlendri mynt og BBB+/A‐2" í innlendri mynt, verða áfram á athugunarlista með neikvæðum horfum næstu þrjá mánuði, til aprílloka 2010.
Búist er við niðurstöðu um lánshæfismatið þegar frekari upplýsingar um aðgang að erlendu lánsfé liggja fyrir, sem verður mögulega ekki fyrr en eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna.(visir,is)
Það er alvarlegt að matsfyrirtækin skuli meta lánshæfi ríkissjóðs jafn lágt og raun ber vitni. Ástæðan er synjun forseta á lögunum um Icesave. Synjun forseta ætlar að verða þjóðinni dýrkeypt.
Björgvin Gupmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:01 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.