Icesave:Ekki sáttasemjari heldur ráðgjafi

Ekki verður fenginn milligöngumaður eða sáttasemjari fyrir Íslands hönd í hugsanlegum samningaviðræðum við Breta og Hollendinga í Icesave deilunni segir fjármálaráðherra.

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra telur það ekki inni í myndinni að fá sáttasemjara til að stýra hugsanlegum viðræðum við Breta og Hollendinga í Icesave-deilunni. Frekar verði leitað að ráðgjafa fyrir íslensk stjórnvöld en ekki hefur verið ákveðið hver það verður.

Steingrímur er nú á fundi með formönnum norrænna systurflokka Vinstri grænna í Danmörku. Í morgun ræddi hann við Kristinu Halvorsen, menntamálaráðherra Noregs, og upplýsti hana um stöðuna í Icesave málinu og endurskoðun samstarfsáætlunarinnar við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Ræddu þau um norrænu lánin í því sambandi. Steingrímur segir umræðurnar gagnlegar, þessi mál séu rædd á öllum hinum Norðurlöndunum. Allir vilji að Íslandi gangi vel í gegnum þetta og telji sig vera að leggja Íslandi lið bæði pólitískt og efnislega.(ruv.is)

Mér kemur það ekki á óvart,að fenginn verði ráðgjafi fremur en sáttasemjari,þar eð ég reiknaði ekki með að Bretar og Hollendingar myndu samþykkja sáttasemjara.Við gleymum því oft í þessu máli að  ekki er nóg að við viljum eitthvað. Viðsemjendur okkar verða einnig að samþykkja það.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband