Mánudagur, 1. febrúar 2010
Stækkun ESB getur dregist
Flest þau ríki sem vonast eftir að fá aðild að Evrópusambandinu kunna að þurfa bíða lengi vegna þess að sambandið beinir nú athyglinni meira að umbótum á stofnunum sínum og efnahagsvanda aðildarríkja.
Fréttastofa Reuters greinir frá þessu og hefur eftir Daniel Korski hjá hugveitunni European Council og Foreign Relations að Evrópusambandið muni í nánustu framtíð líta innávið. Margir Evrópuleiðtogar sjái ekki ávinning af frekari stækkun. Tékkinn Stefen Fuele, sem tekur við sem stækkunarstjóri Evrópusambandsins í næstu viku, segir hinsvegar að sambandið geti stækkað á næstu fimm árum og framkvæmdastjórnin segir að stækkunaráform séu í farvegi
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.