Stækkun ESB getur dregist

Flest þau ríki sem vonast eftir að fá aðild að Evrópusambandinu kunna að þurfa bíða lengi vegna þess að sambandið beinir nú athyglinni meira að umbótum á stofnunum sínum og efnahagsvanda aðildarríkja.

Fréttastofa Reuters greinir frá þessu og hefur eftir Daniel Korski hjá hugveitunni European Council og Foreign Relations að Evrópusambandið muni í nánustu framtíð líta innávið. Margir Evrópuleiðtogar sjái ekki ávinning af frekari stækkun. Tékkinn Stefen Fuele, sem tekur við sem stækkunarstjóri Evrópusambandsins í næstu viku, segir hinsvegar að sambandið geti stækkað á næstu fimm árum og framkvæmdastjórnin segir að stækkunaráform séu í farvegi

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband