Mánudagur, 1. febrúar 2010
Helmingur styður ríkisstjórnina
VG vinnur á hjá kjósendum ef marka má nýjan Þjóðarpúls Gallup sem RÚV sagði frá í kvöldfréttum. Stjórnarflokkarnir eru nú jafnstórir með 25 prósenta fylgi. Helmingur aðspurðra styður því ríkisstjórnina en stærsti stjórnmálaflokkurinn er Sjálfstæðisflokkurinn sem fengi um þriðjung atkvæða færu úrslit kosninga á sama veg og könnun Gallup.
Nokkur hópur sagðist myndu skila auðu eða um tíu prósent og önnur tíu prósent tóku ekki afstöðu.
Framsóknarflokkurinn fengi 14 prósent atkvæða og aðrir flokkar fjögur prósent. Hreyfinguna nefndu 1,7 prósent aðspurðra, en menn voru spurðir hvaða stjórnmálaflokk þeir myndu kjósa yrði gengið til kosninga í dag. Úrtakið var um sjöþúsund manns og svöruðu um 70 prósent(visir.,is)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.