Þriðjudagur, 2. febrúar 2010
Tæpir 2 milljarðar í atvinnuleysisbætur í gær
Um 15.700 manns fengu greiddar atvinnuleysistryggingar frá Vinnumálastofnun í gær. Greitt var fyrir tímabilið 20. desember til 19. janúar og nam upphæðin 1988 milljónum.
Að meðaltali fékk hver einstaklingur greiddar út tæpar 127 þúsund krónur. Svipuð upphæð var greidd fyrir tímabilið á undan en bótaþegar voru þá tæplega tvö hundruð fleiri. (ruv.is)
Það er mikill styrkur fyrir okkur að hafa atvinnuleysistryggingasjóð og geta greitt atvinnulausum bætur. Enda þótt bæturnar séu lágar skipta þær sköpum fyrir atvinnulausa.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.