Laun hér nálægt meðaltali ESB

Árið 2006 voru laun á Íslandi, umreiknuð í evrur, með þeim hæstu í Evrópu. Aftur á móti ef tekið er tillit til jafnvirðisgildis, það er mismunandi verðlags, eru laun á Íslandi í mörgum tilvikum nær meðaltali Evrópusambandsríkjanna 27 og falla í sumum tilvikum undir það.

Vinnutími er að jafnaði langur á Íslandi miðað við ríki Evrópusambandsins og er hlutfall yfirvinnu hærra á Íslandi en í nokkru öðru landi sem könnunin nær til. Þá er hlutfall óreglulegra greiðslna af árslaunum að jafnaði lægra á Íslandi en í öðrum löndum.

Árslaun kvenna eru lægri en árslaun karla hjá öllum þátttökuþjóðum könnunarinnar. Ef horft er til tímakaups mælist óleiðréttur launamunur kynjanna 21% árið 2006 á Íslandi. Í öðrum löndum könnunarinnar er óleiðréttur launamunur kynjanna á bilinu -2% til 30%. Í einu tilfelli eru konur að meðaltali með hærra tímakaup en karlar, það er í Tyrklandi þar sem launamunurinn er -2%.

Þessar niðurstöður eru úr launakönnun sem Hagstofa Evrópusambandsins, Eurostat, stendur fyrir á meðal aðildarþjóða sinna auk Íslands, Noregs og Tyrklands. Könnunin er framkvæmd á fjögurra ára fresti og var viðmiðunarár síðustu könnunar árið 2006. Niðurstöður hennar voru birtar í heild sinni á vef Hagstofu Evrópusambandsins á síðari hluta ársins 2009 en frekari grein er gerð fyrir helstu niðurstöðum könnunarinnar sem varða Ísland í nýju hefti Hagtíðinda um evrópskan samanburð á launum árið 2006( Heimasíða Hagstofunnar)

Það er athyglisvert,að laun hér á landi skuli sambærileg launum í löndum ESB,þar sem hagkerfi eru mikið stærri og þróaðri.Þessi athugun er að visu miðuð við árið 2006.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband