Þriðjudagur, 2. febrúar 2010
Þingmannanefnd fjallar um rannsóknarskýrsluna
Þingmannanefnd sem fjallar um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kom saman klukkan níu.
Magnús Orri Schram, annar fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni, segir að þetta sé í fjórða skipti sem nefndin hittist og er gert ráð fyrir að fundir verði haldnir tvisvar í viku hér eftir.
Á fundinn í dag munu mæta fulltrúar frá forsætisráðuneytinu og fjármálaráðuneytinu auk Gunnars Helga Kristinssonar, prófessors í stjórnmálafræði.(visir,is)
Það er athyglisvert,að þingmannanefndin skuli byrjuð að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndarinnar áður en hún birtist.
Ef til vill lofar þetta góðu um að þingmenn ætli að taka málið föstum tökum. Af því mun ekki veita.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þingmannanefnd sem fjallar um skýrslu rannsóknarnefndarÞeir eru ekki að fjalla um skýrsluna Björgvin heldur að búa sig undir verkið.
stefan benediktsson (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 11:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.