Jóhanna til fundar við Barroso

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra mun eiga fund með José Manuel Barroso forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á fimmtudag.

 

Þetta er staðfesti talskona Barroso í samtali við fréttastofuna í dag. Hún sagði jafnframt að um einkafund væri að ræða og ekki væri reiknað með að þau Jóhanna og Barroso ræddu við fréttamenn að loknum fundi.

 

Ekki hefur verið gefið upp um hvað fundur forsætisráðherra og forseta framkvæmdastjórnarinnar er, en ekki er ólíklegt að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu og staðan í Icesave deilunni beri á góma.(visir,is)

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband