Reykjanesbær vill taka yfir Heilbrigðisstofnun Suðurnesja

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar vill taka yfir rekstur Heilbrigðistofnunar Suðurnesja, eða koma að rekstrinum, til að tryggja þjónustu við íbúa á svæðinu.

Bókun um þessa afstöðu var samþykkt samhljóða á fundi bæjarstjórnar fyrr í kvöld, að því er fram kemur á vef Víkurfrétta. Í bókuninni kemur fram að bæjarstjórnin vilji að þegar í stað verði gengið til viðræðna um aðkomu sveitarfélagsins að rekstri HSS, og óvissu um framtíðarrekstur stofnunarinnar verði eytt. Ákvörðun heilbrigðisyfirvalda í síðustu viku um niðurskurð og uppsagnir hjá HSS hefur vakið hörð viðbrögð á Reykjanesi. Meðal annars stendur til að loka skurðstofu og leggja niður vaktþjónustu heilsugæslulækna. (visir,is)

Það er vel ef Reykjanesbær getur tekið yfir HHS. Ríkið vill spara í rekstrinum en ef Reykjanesbær getur rekið HHS án niðurskurðar er það til hagsbóta fyrir íbúana og hið besta mál.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband