Eldri borgarar í Samfylkingunni gagnrýna ráðherra

Eldri borgarar í Samfylkingunni eru mjög óánægðir með framgöngu félagsmálaráðherra í málefnum aldraðra.60+,samtök eldri borgara í Samfylkingunni hefur mótmælt kjaraskerðingu eldri borgara 1.júlí sl. og krafist þess að hún yrði afturkölluð.Jafnframt hefur 60+óskað þess að eldri borgarar fengju jafnmikla hækkun á lífeyri eins og orðið hefur á launum verkafólks. Ráðherra hefur hundsað kröfur 60+ í þessu efni. Af því tilefni var það átalið á síðasta fundi 60+ að ráðherra hefði hundsað ályktanir eldri borgara í Samfylkingunni.Landssamband eldri borgara hefur ályktað á sama hátt og 60+ og sent félagsmálaráðherra.En þessum ályktunum er stungið ofan í skúffu og í engu sinnt.Samráðið og tillitið er minna en það var þegar íhaldið var við völd!

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband