Fimmtudagur, 4. febrúar 2010
Ríkisstjórn Jóhönnu: Vextir og verðbólga hafa lækkað
Á ársafmæli ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur hefur verið farið yfir helstu verkefni ríkisstjórnarinnar og athuguð staða mála.Enda þótt ríkisstjórnin sæti mikilli gagnrýni er óumdeilt,að verulegur árangur hefur náðst á mörgum sviðum.Um áramót var staðan þessi: Vextir höfðu lækkað úr 18 í 10%.Verðbólgan hefur minnkað, er hin minnsta í 2 ár,gengið er stöðugt.atvinnuleysi er minna en spáð var eða 8% í stað 10%,samdráttur þjóðarframleiðslu er minni en áætlað var eða 7,5% í stað 10,6% og tekist hefur að endurreisa bankakerfið.Icesave málið er að vísu óleyst eftir synjun forseta en unnið er að lausn þess.
Enda þótt gerðar hafi verið ýmsar ráðstafanir til þess að leysa skuldavanda heimilanna er mikil óánægja með stöðu þeirra mála. Fólki finnst sem það sé fyrst og fremst verið að lengja í skuldaólinni en ekki sé mikið um lækkun höfuðstóls. Ljóst er að það verður að fella niður hluta höfuðstóls skulda almennings enda voru skuldir gömlu bankanna færðar yfir í nýju bankana með verulegri niðurfærslu.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.