Föstudagur, 5. febrúar 2010
Ósvífnar árásir Hollendinga á Íslendinga
Holland hefur ekki farið varhluta af fjármálakreppunni. Þar hafa margir bankar hrunið og því reyna stjórnvöld þar nú eins og Bretar að koma sökinni yfir á aðra.Mér finnst það ósvífið hjá Seðlabankastjóra Hollands að segja að ríkisstjórn Íslands hafi vísvitandi logið að Hollendingum um ástand bankanna á Íslandi í aðdraganda kreppu. Hollenski bankastjórinn ber fyrir sig viðtal við íslenska seðlabankann.Það liggur hins vegar allt fyrir í opinberum gögnum hvað Seðlabanki Íslands sagði um íslensku bankana í aðdraganda kreppunnar.Í stöðugleikaskýrslu,sem Seðlabanki Islands birti í mai 2008 sagði svo:" Á heildina litið er niðurstaða Seðlabankans enn sú,að fjármálakerfið sé í meginatriðum traust.Íslenska bankakerfið uppfyllir kröfur,sem gerðar eru til þess og stenst álagspróf,sem Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn hafa gert." Hollenski Seðlabankinn hefur sjálfsagt fengið þessa skýrslu.Hann veit því betur þegar hann fullyrðir að íslensk stjórnvöld hafi logið að hollenskum stjórnvöldum. Ríkisstjórn Íslands hefur að sjálfsögðu stuðst við skýrslur Seðlabankans og FME um ástand bankanna. Það er svo önnur saga,að hvorug þessara stofnana stóð í stykkinu. Eftirlit með bönkunum var lítið sem ekkert.Frjálshyggja sveif yfir vötnunum og það átti að hafa sem minnst opinber afskipti og því fór sem fór.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.