Góð leið að setja Haga á markað

Sú ákvörðun Arion banka að setja Haga á markað í Kauphöllinni er góð leið að mínu mati. Með þessari leið gefst öllum kostur á að kaupa hlutabréf í Högum og eignast hlut í þessu vinsæla fyrirtæki.Jóhannaes Jónsson stofnandi Bónus fær að  kaupa 10% og starfsfólk Bónus fær að kaupa 5% en fyrir eiga stjórnendur Bónus 2%. Að öðru leyti munu allir sitja við sama borð og geta keypt hlut í fyrirtækinu.Ein og ein  rödd heyrist sem gagnrýnir þessa leið og segir,að með þessu sé verið að fá fyrri eigendum fyrirtækið. Það er fráleit staðhæfing.Fyrri eigandi má aðeins kaupa 10%.Þegar Arion banki var að hugsa um að selja fyrri eigendum Haga fyrirtækið kom fram mikil gagnrýni á það og sagt var að fyrri eigendur væru mjög skuldsettir og ekki ætti að auðvelda þeim að eignast  fyrirtækið á ný. Ef til vill var Arion að bregðast við þessari gagnrýni með því að setja Haga á markað.Það er því skrítið,að þeir,sem gagnrýndu fyrri leið sem átti að fara skuli einnig gagnrýna hina nýju leið,sem tryggir algert gagnsæi og jafnræði.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband