Ný lög um fjármálafyrirtæki

Gylfi Magnússon, efnahags-og viðskiptaráðherra, segir að hægt verði að rekja hverjir raunverulega eiga íslensk fyrirtæki verði þrjú frumvörp efnahags og viðskiptaráðherra að lögum. Skúffufyrirtæki í skattaparadísum verða þá ekki lengur helstu eigendur skráðra fyrirtækja í Kauphöllinni.

Eitt lagafrumvarpanna er langt komið í þinginu, annað nýkomið þangað og verið er að leggja lokahönd á hið þriðja í ráðuneytinu. Tilgangurinn er meðal annars að tryggja hér gegnsæi og heiðarlega viðskiptahætti segir Gylfi. Hann segir að með lögunum verði girt fyrir að menn geti náð tökum á stórum fyrirtækjum og farið mjög illa með þau. Almennir fjárfestar verði að spyrja sig hvort þeir vilji eiga í fyrirtækjum með þeim sem fóru illa að ráði sínu á undanförnum árum og skildu eftir sig hrunin fyrirtæki og skuldir sem aldrei verði greiddar. Gylfi segir ekki æskilegt að koma í veg fyrir erlent eignarhald.

Strax eftir hrun fór af stað mikil umræða um ábyrgð fyrrum eigenda bankanna og hinna svokölluðu útrásarvíkinga. Þá hafði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna og núverandi fjármálaráðherra, sterka skoðun á málinu. Hann sagði þá að tafarlaust hefði átt að frysta öll verðmæti þannig að ekki gengi meira undan þjóðinni en þegar hafði. Auk þess væri frysting á eignum forsenda þess að hægt væri að rannsaka málið ofan í kjölinn.

 Steingrímur hefur nú verið fjármálaráðherra í rúmt ár en frystkistan enn nánast tóm.

 Fyrir hrun var allt að helmingur hlutafjár í stærstu fyrirtækjum landsins í höndum erlendra skúffufyrirtækja í Hollandi, Lúxemborg og í skattaparadísum eins og Tortóla. Flest voru, þegar grannt var skoðað, í eigu íslenskra auðmanna.

 Markaðurinn, viðskiptablað Fréttablaðsins flutti af þessu margar fréttir, og eins var sagt frá þessu í fréttum Sjónvarpsins.  Indriði H. Þorláksson, sem var einna duglegastur var við að vekja á þessu athygli, er nú er aðstoðarmaður fjármálaráðherra. 40% alls hlutafjár í íslensku Kauphöllinni var erlent fé.

 Samkvæmt frétt Stöðvar 2 frá í fyrra voru þá um 400 slík félög til skoðunar hjá Ríkisskattstjóra, þar af um 250 sem gömlu bankarnir stofnuðu.

Hvorki kauphöllinn né Arion banki hafa gripið til, eða upphugsað, aðferðir til að koma veg fyrir að þessi saga endurtaki sig, til að mynda nú , þegar selja á verslunarstórveldið Haga á opnum markaði. (ruv.is)

 

Bj0rgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband