Sunnudagur, 7. febrúar 2010
Hollenski seðlabankinn vanrækti eftirlitsskyldu sína
Hagfræðingurinn Robert Wade segir að Ísland hefði aldrei sætt sömu meðferð af hálfu Hollendinga og Breta ef Ísland hefði verið stærra land eða hluti af ESB. Þetta sagði hann í viðtali í þættinum Silfur Egils á RÚV í hádeginu.
Hann bendir á að staða Íslands sé erfið og það hafi einangrast í efnahagshruninu sem varð hér á landi. Þá segir hann einnig mikilvægt að Íslendingar hafi notið aukins skilnings erlendis eftir að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, synjaði lögum um ríkisábyrgð á Icesave.
Hann áréttar hinsvegar að sjónarmið þeirra sem vilja ekki borgar Icesve geti orðið varhugaverð þar sem Ísland þýði lítið annað en slæmar fréttir í augum umheimsins.
Hann sagði ennfremur að hollenski Seðlabankinn hefði orðið uppvís af vanrækslu þegar Icesave-innlánsreikningum var komið á fót vorið 2008 þar í landi. Meðal annars vegna þess að seðlabankinn lagði ekki mat á lausafjárstöðu Landsbankans.
(visir.,is)
Wade hefur lögf að mæla. Hollenski seðlabankinn sinnti ekki eftirlitsskyldu sinni en reynir nú að koma sökinni yfir á Íslendinga.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.