Fyrna á kvótann á 20 árum

Umræðufundur um kvótakerfið var þættinum Á Sprengissandi í gær.Þar voru framsögumenn og fyrirspurnir úr sal. Meðal framsögumanna var Guðbjartur Hannesson formaður endurskoðunarnefndar kvótakerfisins og Einar Guðfinnsson fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.Þeir voru á  öndverðum meiði í málinu. Guðbjartur lagði áherslu á að kvótinn væri sameign þjóðarinnar og þjóðin þyrfti að fá kvótann til sín og úthluta honum á ný gegn sanngjörnu gjaldi.Einar vildi óbreytt kerfi og taldi,að það hefði reynst vel. Þó gat hann hugsað sér smávægilegar breytingar.

Ríkisstjórnarflokkarnir hétu því fyrir kosningar að fara fyrningarleiðina í kvótakerfinu og fyrna kvótann á 20 árum. Grétar Mar taldi  að gera ætti þetta á 4 árum. Kjósendur mun gæta þess að staðið verði við kosningaloforðið um fyrningarleiðina.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Undarlegt að þessi klisja: "Sátt um breytingar" skuli ennþá vera jafn fersk og þegar Halldór Ásgrímsson samdi hana og keypti sér með henni traust og frið frá kjósendum.

Engin dæmi þekki ég um að menn skili því mótþróalaust sem þeir hafa haft án endurgjalds um áratugi. 

Árni Gunnarsson, 8.2.2010 kl. 09:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband