Dýr lögfræðiráðgjöf alþingis

Reikningur að upphæð 25 milljóna króna frá bresku lögmannsstofunni Mischon de Reya liggur ógreiddur hjá Alþingi en hann er vegna ráðgjafar og annarra starfa sem tengjast Icesave-málinu. Þetta kemur fram í DV en þar segir að Alþingi hafi upphaflega gengist undir að greiða allt að 1,5 milljónum króna til stofunnar.

Í árslok hafi hinsvegar legið ljóst fyrir að kostnaðurinn væri nær 10 milljónum. Á endanum varð reikningurinn 25 milljónir og segir í blaðinu að Jón Daníelsson hagfræðingur hjá London School of Economics hafi haft samband við Alþingi til þess að spyrjast fyrir um greiðslu reikningsins fyrir gamlan nemanda við skólann sem nú er einn af eigendum stofunnar.(visir.is)

Þetta er nokkuð hár reikningur enda þótt alþingi verði að geta leitað erlendrar lögfræðiráðgjafar í Icesave málinu.Það mál er svo stórt og mikilvægt,að  ef til vill má ekki horfa í slíkan lögfræðikostnað sem þennan.

 

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband