Mánudagur, 8. febrúar 2010
Íraksstríðið: Blair og Straw fylgdu Bush í blindni
Jack Straw dómsmálaráðherra Bretlands verður í dag yfirheyrður öðru sinni af bresku Íraksnefndinni. Straw var utanríkisráðherra í ríkisstjórn Tony Blair sem ákvað að taka þátt í innrás Bandaríkjamanna í Írak.
Hans Blix, fyrrverandi yfirmaður vopnaeftirlitsnefndar Sameinuðu-Þjóðanna í Írak, segir að Straw hafi ekki sagt rétt frá aðdraganda stríðsins í fyrri yfirheyrslum nefndarinnar.(ruv.is)
Bretar reyndust algerar undirlægjur Bush fyrrum forseta Bandaríkjanna þegar ákveðið var að gera innrás í Írak.Tony Blair fylgdi Bush í blindni og hið sama gerði Straw utanríkisráðherra Blair.Bretar hafa tekið mál þetta föstum tökum og rannsaka aðdraganda stríðsins í Írak Hið sama er ekki unnt að segja hér.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.