Atvinnuleysi minna en hjá OECD

Atvinnuleysið í OECD ríkjunum var að meðaltali 8,8% í desember s.l. samkvæmt samræmdri mælingu samtakanna. Atvinnuleysi á Íslandi er því áfram minna en í öðrum OECD ríkjum að jafnaði en það mældist 8,2% í desember.

 

Samkvæmt tilkynningu frá OECD um nýjustu atvinnuleysistölur meðal ríkja samtakanna kemur fram að atvinnuleysið á evrusvæðinu jókst um 0,1% milli nóvember og desember og mældist slétt 10%. Þetta er 1,8 prósentustigi meira atvinnuleysi en í desember 2008.

 

Fram kemur að tölur um atvinnuleysið í janúar í Bandaríkjunum og Kanada sýna að atvinnuleysið fari minnkandi í þessum löndum. Það hafi farið úr 10% í desember og niður í 9,7% í janúar í Bandaríkjunum og úr 8,4% niður í 8,3% í Kanada.

 

Sem dæmi um lönd þar sem atvinnuleysið er minna en á Íslandi má nefna Japan (5,1%), Þýskaland (7,5%) og Bretland (7,8%).(visir.is)

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband