Mánudagur, 8. febrúar 2010
Hagar best komnir í höndum Jóhannesar
Miklar umræður hafa orðið um Haga um helgina, m.a. í Silfri Egils og í Morgunblaðinu. Þar var rekinn mikill áróður gegn ákvörðun Arion banka um að setja Haga á markað.Andstaðan við þessa ákvörðun er undarleg.Þessi ákvörðun tryggir einmitt algert gagnsæi við sölu á Högum og hún tryggir jafnframt dreifða eignaraðild.Á meðan Arionbanki var að hugsa um að selja fyrrverandi eigendum Haga félagið með vissum skilyrðum var það mjög gagnrýnt og mest var þá gagnrýnt að afskrifa ættti mikið af skuldum ehf.1998 en þó var ekki búið að taka neina ákvörðun um afskriftir! En þegar Arionbanki hætti við að selja fyrri eigendum Haga fyrirtækið þá eru andstæðingar Haga jafn vitlausir yfir hinni nýju ákvörðun. Þeir virðast telja,að það að setja Haga á markað sé einhver krókaleið til þess að koma fyrirtækinu í hendur fyrri eigenda.
Jóhannes Jónsson stjórnarformaður Haga og stofnandi Bónus var ekki í neinni útrás.Þeir,sem vilja berja á útrásarvíkingum þurfa því ekki að berja á Jóhannesi.Ég er algerlega sammála Arionbanka um að Jóhannes fái að kaupa 10% í Högum.Ég er einnig sammála bankanum um að Jóhannes sé best fallinn til þess að leiða Haga.En það að setja Haga á markað gefur öðrum tækifæri til þess að kaupa í Högum og jafnvel möguleika til þess að kaupa meirihluta í fyrirtækinu.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:32 | Facebook
Athugasemdir
Það að þú skrifir þetta er bara enn ein staðfestingin á að það er pólitísk spilling hér á bak við.
Forkaupsréttur þessara manna er óskiljanlegur. <Þeir þykjast ekki geta greitt af ótrúlegum skuldum sínum, en ætla samt að finna fé til að kaupa sig inn aftur.
Ég vildi helst geta sagt mig úr lífeyrisjóð mínum hætti hann almannafé í óendanlega spillingarhýt þessara manna, sem kaupa sér velvild samfylkingarfólks með fjölmiðlaáróðri.
Ég fer á morgun og segi mig úr viðskiptum við Arion. Það eru í það minsta táknræn mótmæli.
Jón Ásgeir Bjarnason, 8.2.2010 kl. 17:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.