Vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 3,4% sl. 12 mán.

Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð miðað við nýjan grunn um miðjan janúar 2010 er 101,1 stig (desember 2009=100) sem er hækkun um 1,1% frá fyrri mánuði. Þar af hafði hækkun virðisaukaskatts úr 24,5% í 25,5%  0,6% áhrif á vísitöluna. Vísitalan gildir í febrúar 2010. Vísitalan miðað við eldri grunn (júní 1987=100)  er 506,6 stig í febrúar 2010. Á síðustu tólf mánuðum hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 3,4%.

Vísitala byggingarkostnaðar er nú birt á nýjum grunni miðað við nýtt vísitöluhús. Ítarlega verður fjallað um grunnskiptin og nýja vísitöluhúsið í Hagtíðindaheftinu „Vísitala byggingarkostnaðar á nýjum grunni“ sem Hagstofan mun gefa út 8. febrúar næstkomandi.

Breytingar hafa verið gerðar á framsetningu undirvísitalna við grunnskiptin. Nú eru birtar undirvísitölur niður á byggingarstig, samkvæmt staðli ÍST 51 frá 2001, sem koma í stað undirvísitalna samkvæmt eldri áfangaskiptingu. Birtar eru vísitölur fyrir aðföng sem skiptast í íslenskt byggingarefni, innflutt byggingarefni, vinnu og einnig vélar, flutning og orkunotkun. Þá hefur skilgreining á undirvísitölum faggreina verið endurskoðuð og vogir fyrir hverja undirvísitölu verða birtar mánaðarlega.(Heimasíða Hagstofunnar)

Enda þótt byggingarkostnaður hafi hækkað lítið sl. 12 mánuði hefur lítið verið byggt.Það er engin eftirspurn eftir nýjum íbúðum.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband