Icesave: Ríkisstjórn Geirs H.Haarde ákvað að fara samningaleiðina.

Kristrún Heimisdóttir,fyrrverandi aðstoðarmaður Ingibjargar Sólrúnar, og Ingriði H.Þorláksson aðstoðarmaður Steingríms J. Sigfússonar eiga nú í ritdeilu um Icesave . Kristrún skrifaði grein í Fréttablaðið í síðustu viku,þar  sem hún gagnrýndi samkomulagið um Icesave og taldi að ekki hefði verið tekið nægilegt tillit til svokallaðra Brusselviðmiða.Indriði H.Þorláksson svarar grein Krisrúnar í dag og segir að fullt tillit hafi verið tekið til Brusselviðmiða.Hann bendir á og það hefur komið fram áður,að ríkisstjórn Geirs H.Haarde hafi ákveðið að fara samningaleið í Icesave málinu og raunar hafi  stjórn hans samþykkt að greiða rúmar 20 þús evrur  á mann til þeirra,sem lögðu inn á Icesave og viðurkennt að innstæðutryggingakerfið gilti fyrir Ísland.Jafnframt hafi stjórnin samþykkt að tekið yrði lán vegna Icesave og ákveðið að ræða lánaskilmála við hlutaðeigandi ríki.Indriði segir,að komið hafi verið samkomulag um allt nema lánaskilmála.

Samkvæmt framansögðu var ríkisstjórn Geirs H.Haarde búin að semja um allt nema lánaskilmála.Þess vegna var dómsstólaleiðin ekki inni í dæminu eftir það. Ef fara hefði átt dómstólaleið hefði þurft að gera það áður en samkomulag það var gert sem vitnað er til hér að framan..

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband