Miðvikudagur, 10. febrúar 2010
Skuldatryggingarálag ríkissjóðs lækkar
Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að þessi lækkun áhættuálagsins á íslenska ríkið er þó ekkert einsdæmi. Þannig hefur skuldatryggingarálag annarra landa sem glíma við mikinn halla á opinberum fjármálum, líkt og Ísland, verið að lækka.
Nú í morgun var 5 ára skuldatryggingarálag Grikklands 339 punktar sem er töluvert lægra en það var í síðustu viku, en þá fór það upp í 428 punkta. Telja má líklegt að lækkun áhættuálagsins á Grikkland endurspegli væntingar markaðsaðila um að ESB komi til með að aðstoða Grikkland í fjárhagserfiðleikum þess.
Þetta getur svo aftur haft áhrif í þá átt að áhættufælni markaðsaðila minnkar almennt og því lækkar áhættuálag á mörkuðum. Þrátt fyrir lækkunina síðustu daga er skuldatryggingaálagið á íslenska ríkið enn hátt og 200 punktum hærra en það var í upphafi þessa árs.
(visir,.is)
Álagið er nú 615 punktar en var 200 punktum lægra um áramót. Álagið snarhækkaði eftir að forseti Íslands neitaði að staðfesta lögin um Icesave. Sennilega hefur álagið lækkað vegna þess að ríkisstjórnin vinnur að því að leysa Icesave með nýjum samningi.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.