Össur:Góðar líkur á nýjum samningaviðræðum

Össur Skarphéðinsson segir góðar líkur á því að sest verði að nýju við samningaborðið með Bretum og Hollendingum um Icesave. Hann segir nauðsynlegt að sterk pólitísk aðkoma verði að málinu og samkomulag verði um það á milli stjórnar og stjórnarandstöðu.

Össur ræddi við David Miliband, utanríkisráðherra Breta, í dag. Hann sagði í samtali við Reykjavík síðdegis að hann gæti ekki farið ítarlega yfir það sem þeim hafi farið á milli, en umræðurnar hafi veirð uppbyggilegar. Össur sagðist hafa lagt áherslu á það við Miliband að samstaða væri að nást milli stjórnar- og stjórnarandstöðu á Íslandi um samningsmarkmið.

Össur segist margsinnis hafa rætt við Miliband um Icesave og það væri sín tilfinning að breska utanríkisráðuneytið væri mun skilningsríkari en mörg önnur ráðuneyti varðandi málstað Íslendinga. Össur sagði jafnframt að Bretar væru skilningsríkari (visir.is)

Steingrímur J. sagði einnig í kvöld að góðar líkur væru á að samningaviðræður gætu byrjað eftir helgi.

Vonandi gengur þetta eftir og þá verður þjóðaratkvæðagreiðslan óþörf.

 

 

Björgvin Guðmundsson

Björgvin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband