Spáð 6000 nýjum störfum á Reykjanesi

Ný skýrsla Capacent, sem kynnt verður bæjarráði Reykjanesbæjar í dag, spáir því að nýjum störfum, beinum og afleiddum, muni fjölga um 6.500 ársverk fram til 2013 vegna áforma um ýmsar stórframkvæmdir á Suðurnesjum.

„Þessi tala er varlega áætluð," segir Capacent. „Heildarlaunatekjur vegna þessara atvinnukosta nema rúmum 27 milljörðum króna yfir tímabilið 2010-2013."

Í skýrslunni er gert ráð fyrir að útsvars­tekjur 2010 aukist um 680 milljónir króna, eða um 16 prósent, sem er svipað og gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun bæjarins. Hins vegar spáir Capacent því að útsvarstekjur Reykjanesbæjar aukist um 1.657 milljónir króna árið 2011 og alls um 4,3 milljarða króna fram til 2013 vegna áhrifa álvers í Helguvík, Kísilverksmiðju, virkjana HS Orku, ýmissa framkvæmda á Keflavíkurflugvelli og gagnavers Verne Holding.

Tekjuauki sveitarfélagsins fram til 2013 verði alls 5 milljarðar, þegar tekið hefur verið tillit til tekna af auknum fasteignagjöldum og hafnargjöldum. - (visir.is)

Vonandi gengur   það eftir að koma upp álverksmiðjunni í Helguvík.Framkvæmdir eru hafnar en orka hefur ekki verið tryggð.Hið sama er að segja um kísilverksmiðjuna.Verne Holding kemst upp,þar eð fjárfestar eru tryggðir. Stjórnvöld hafa unnið vel að ýmsum verkefnum á Reykjanesi en betur má ef duga skal  í orkumálum.

 

Björgvin Guðmundsson 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband